Bjóða smálán með 608% ársvöxtum

Kredia er smálánafyrirtæki sem býður viðskiptavinum sínum lágar upphæðir til láns sem greiða þarf til baka innan nokkurra daga. Fyrir 10.000 króna lán þarf að greiða 2.500 króna þóknun, og fyrir 20.000 króna lán þarf að greiða 4.750 króna þóknun.

Hlutfallsleg þóknun fyrirtækisins lækkar því lítillega með hækkandi lánsfjárhæð. Sé miðað við 10.000 króna lánið eru því nafnvextir á ársgrundvelli tæp 608%. Leifur S. Haraldsson, framkvæmdastjóri Kredia, segir að litið sé á þóknunina sem lántökukostnað, fremur en vexti.

Leifur segir viðtökur þjónustunnar hafi verið betri en ráðgert var. Hægt er að sækja um lán hjá Kredia á heimasíðu fyrirtækisins. Greiða þarf lánið til baka innan 15 daga. Ef greiðsla hefur ekki borist innan þess tíma er ráðist í hefðbundnar innheimtuaðgerðir.

Nánar er fjallað um starfsemi þessa í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK