Uppfærðu verðmat Iceland þvert á þróun hlutabréfamarkaða

Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að verðmat Landsbankans á hlut sínum í Iceland Food Group var hækkað um 60% í bókum bankans á meðan að markaðsverð hlutabréfa fór hríðlækkandi á árunum 2007 til 2008. Þessi uppfærsla á virði hlutar Landsbankans í Iceland stóð undir 8 milljörðum af þeim 29 milljarða hagnaði sem bankinn gaf upp að hefði orðið á fyrri helming ársins 2008.

Það vekur athygli skýrsluhöfunda að verð óskráðara eigna í safni eigin  viðskipta Landsbankans var fært upp á sama tíma og miklar lækkanir áttu sér stað á Vesturlöndum við lok árs 2007. Þessi þróun hélt áfram fram til þess að bankinn varð gjaldþrota haustið 2008. Í skýrslunni segir að mest hafi munað um uppfærslu á verði á óskráðu félagi á Bretlandseyjum, Iceland Food Group Ltd.

Landsbankinn færði félagið inn á safn eigin viðskipta bankans í september 2007 að nafnvirði alls 109 þúsund hlutir. Verð á félaginu samkvæmt uppgjöri bankans í desember var skráð á bókum á genginu 455,5 en í mars 2008 var það komið í 610,11, skv. uppgjöri.82 Í júní var félagið skráð á bókum Landsbankans á genginu 735. Með þessu jókst virði Iceland um 60% í bókum Landsbankans en á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa skráðra breskra matvöruverslana á borð við Tesco's um 16% og Marks & Spencer’s lækkaði um 50% frá desember 2007 til júní
2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK