Skoðuðu klám en ekki banka

Bandaríska fjármálaeftirlitið, SEC, sætir nú harðri gagnrýni eftir að AP fréttastofan birti minnisblað frá innra eftirliti SEC þar sem kom fram, að háttsettir starfsmenn stofnunarinnar vörðu meiri tíma í að skoða klámsíður á netinu og hlaða myndum inn á tölvur sínar en að reyna að koma í veg fyrir hrun fjármálakerfisins.

AP segir, að David Kotz, yfirmaður eftirlits hjá SEC hafi í 33 skipti á síðustu fimm árum gert sérstaka rannsókn á tölvuvenjum háttsettra embættismanna. Í minnisblaðinu, sem Kotz skrifaði vegna fyrirspurnar þingmanns Repúblikanaflokksins og fréttastofan vitnar til, kemur fram að 31 af þessum tilfellum voru á síðustu 2½ ári, það er eftir að lausafjárkreppan í Bandaríkjunum byrjaði að gera vart við sig.

Í minnisblaðinu segir, að með þessu móti hafi starfsmennirnir brotið siðareglur, sem settar eru fyrir bandarískar opinberar stofnanir. 

Dæmi, sem AP nefnir:

Háttsettur embættismaður á skrifstofu SEC í Washington varði allt að 8 stundum á dag í að horfa á og hlaða niður klámi. Þegar ekki var lengur pláss á hörðum diski tölvunnar brenndi hann skrár á CD og DVD diska og geymdi á skrifstofu sinni. Hann féllst á að segja af sér.

Bókhaldari var í 16 þúsund tilfellum stöðvaður af tölvukerfi SEC þegar hann reyndi að komast inn á síður, sem fjölluðu um kynlíf og klám. Honum tókst hins vegar að safna saman miklu magni af klámefni á harðan disk tölvunnar með því að leita að myndum á Google og komast þannig fram hjá sjálfvirkum netsíum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK