Evran heldur áfram að lækka gagnvart Bandaríkjadal á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum og er nú 1,2737 dalir. Hefur evran ekki verið jafn lágt skráð síðan 12. mars 2009. Er lækkunin rakin til Grikklands en forseti landsins segir landið standa á barmi hyldýpis.
Þrír létust þegar mótmælendur vörpuðu eldsprengju inn í banka í höfuðborg landsins, Aþenu, í gær.