Halli ríkissjóðs árið 2009 nam 140 milljörðum króna, að því er kom fram í fréttum Útvarpsins. Er það 34 milljörðum króna lægri halli en ráð var gert fyrir.
Tekjur ríkissjóðs árið 2009 voru 22 milljörðum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og gjöldin tæpum 12 milljörðum króna lægri. Halli ríkissjóðs var því um 140 milljarðar króna sem er töluvert minni halli en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Samkvæmt ríkisreikningi ársins 2009 voru tekjur ríkissjóðs 439 milljarðar króna en upphaflega var gert ráð fyrir að þær yrði 417 milljarðar. Gjöld ríkissjóðs l voru 579 milljarðar en heildarútgjaldaheimildir hljóðuðu upp á 590 milljarða króna.
Fram kom í fréttum útvarpsins að fjármagnskostnaður ríkissjóðs nam 84 milljörðum króna á árinu sem er veruleg aukning frá fyrra ári en um 5 milljörðum króna lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það skýrist að stærstum hluta af samkomulagi ríkissjóðs við Seðlabankann um kaup bankans á veðlána- og verðbréfakröfum.