Enn meiri verðlækkun á olíu

Olíuborpallur Statoil á Sleipnissvæðinu í Norðursjó.
Olíuborpallur Statoil á Sleipnissvæðinu í Norðursjó. mbl.is/statoil

Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka í viðskiptum í Asíu í nótt og morgun en olían lækkaði í verði um rúm 2% í gær. Í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í september um 45 sent og er 77,57 dalir tunnan.

Í Lundúnum hefur Brent Norðursjávarolía til afhendingar í september lækkað um 55  sent og er 77,09 dalir tunnan. 

Verðlækkunin er rakin til óvissu um hvort efnahagsbatinn sé raunverulegur líkt og ýmsir stjórnmálamenn hafa viljað halda fram undanfarin misseri. Hafa bankastjórnir Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka staðfest það síðustu daga að batinn sé minni en væntingar voru til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK