Fiska í gruggugu vatni skattaskjóla

Spurt er hvernig viðkomandi hafi farið að því að opna …
Spurt er hvernig viðkomandi hafi farið að því að opna aflandsreikning sinn. reuters

Bresk skattayfirvöld hafa sent fyrirspurn til um sexhundruð ríkisborgara sem eiga bankareikninga á aflandseyjum og öðrum skattaskjólum, þar sem óskað er eftir upplýsingum um reikningana.

Leiddar eru að því líkur að þetta sé fyrirboði um frekari aðgerðir stjórnvalda gegn skattaskjólum og þeim sem notfæra sér þau, að því er fram kemur í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Samkvæmt umfjöllun breska blaðsins The Daily Telegraph er fyrirspurnin hluti af tilraun skattayfirvalda til þess að fá yfirgripsmikla yfirsýn yfir það hvernig helstu fjármálafyrirtæki Bretlands hafi hagnast um hundruð milljóna sterlingspunda á því að veita viðskiptavinum sínum ráð um hvernig eigi að notfæra sér skattalagt hagræði skattaskjóla á borð við Liechtenstein og eyjuna Jersey.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK