Hlutabréfavísitölur lækkuðu í kauphöllinni á Wall Street í kvöld en sérfræðingar segja, að fjárfestar óttist nú nýja niðursveiflu í bandaríska hagkerfinu. Tölur sem birtust og sýndu vaxandi atvinnuleysi og samdrátt í iðnaðarframleiðslu slógu á bjartsýnina sem ríkti í byrjun vikunnar.
Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,4% og er 10.271 stig. Nasdaq vísitalan lækkaði um 1,7% og er 2178 stig.
Nánast einu jákvæðu fréttirnar á Wall Street í dag voru þær, að gengi hlutabréf tölvuveiruvarnafyrirtækisins McAfee hækkaði um 57% eftir að örgjörvaframleiðandinn Intel tilkynnti að hann ætlaði að kaupa fyrirtækið fyrir 7,68 milljarða dala.