Útgjöld ríkisins hafa aukist um 32,2%

Útgjöld ríkissjóðs vegna heilbrigðismála á fyrri helmingi þessa árs voru …
Útgjöld ríkissjóðs vegna heilbrigðismála á fyrri helmingi þessa árs voru 6,6 milljörðum meiri en þau voru á sama tíma árið 2008. mbl.is/ÞÖK

Útgjöld ríkisins á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 63,9 milljörðum meiri en á sama tíma árið 2008, sem er 32,2 prósenta aukning á tveimur árum. Aukningin frá fyrri helmingi ársins 2009 nemur 3,1 milljarði, eða 1,2 prósentum.

Aukningin skýrist að stórum hluta af því að vaxtagreiðslur ríkisins hafa vaxið mjög á þessum tveimur árum. Voru þær 10,2 milljarðar árið 2008, en 43,6 milljarðar í ár.

Þegar horft er framhjá vaxtagreiðslum sést hins vegar að útgjöld ríkisins á fyrri helmingi ársins í ár eru 30,6 milljörðum meiri en á sama tíma árið 2008, en 10,5 milljörðum minni en þau voru árið 2009. Frá árinu 2008 hafa ríkisútgjöld að frádregnum vaxtagreiðslum því aukist um 16,3 prósent, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Þegar útgjöld á fyrri helmingi ársins 2010 eru borin saman við sama tímabil í fyrra sést að útgjöld vegna löggæslu, réttargæslu og öryggismála hafa dregist saman um 3,3 milljarða eða 26,9 prósent og að útgjöld vegna almannatrygginga og velferðarmála hafa dregist saman um 4,9 milljarða eða um 8,0 prósent. Þá hafa útgjöld vegna efnahags- og atvinnumála dregist saman um 3,1 milljarð, eða 10,1 prósent.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka