Hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu

Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í dag en síðdegis er von á nýjum upplýsingum varðandi eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum. Talsverður titringur er meðal miðlara vegna skuldavanda ríkja innan evru-svæðisins og átaka á Kóreuskaganum.

Í Lundúnum hefur Brent Norðursjávarolía til afhendingar í janúar hækkað um 46 sent og er  83,71 dalur tunnan.

Í New York hefur hráolía til afhendingar í janúar hækkað um 32 sent og er 81,57 dalir tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka