Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í dag en síðdegis er von á nýjum upplýsingum varðandi eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum. Talsverður titringur er meðal miðlara vegna skuldavanda ríkja innan evru-svæðisins og átaka á Kóreuskaganum.
Í Lundúnum hefur Brent Norðursjávarolía til afhendingar í janúar hækkað um 46 sent og er 83,71 dalur tunnan.
Í New York hefur hráolía til afhendingar í janúar hækkað um 32 sent og er 81,57 dalir tunnan.