Samið um sölu á Elkem

Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga.
Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. mbl.is/Sverrir

Norska stórfyrirtækið Orkla staðfesti í morgun, að skrifað hefði verið undir samning um að selja Elkem AS til kínverska fyrirtækisins Bluestar Group fyrir 2 milljarða dala, jafnvirði nærri 240 milljarða króna. Elkem AS er móðurfélag Elkem á Íslandi sem rekur járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga.

Fram kemur í tilkynningu frá Orkla, að samningurinn nái til Elkem Silicon Materials, Elkem Foundry Products, Elkem Carbon og Elkem Solar. Orkla heldur hins vegar hlutabréfunum í Elkem Energi AS.

Norski kaupsýslumaðurinn Stein Erik Hagen, stjórnarformaður Orkla, og Mille Marie Treschoweiginkona hans eru stærstu hluthafar í Elkem AS  og eiga nærri 25% hlut.  

Bluestar Group er stærsti járnblendiframleiðandi Kína. Velta félagsins svarar til um 800 milljarða króna og starfsmenn utan Kína eru um 40 þúsund. Meðal eigenda er bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Blackstone Group. Bluestar hefur keypt mörg evrópsk félög á síðustu árum.

Einar Þorsteinsson,  forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sagði við mbl.is í gær að hann ætti ekki von á því að eigendaskiptin hafi mikil áhrif á starfsemina.

„Eins og ég sé stöðuna í dag held ég að það skipti sáralitlu máli hver á  móðurfélagið,“ sagði Einar í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK