FS38 ehf., dótturfélag Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, samkvæmt frétt í Lögbirtingablaðinu.
Glitnir lánaði FS38 sex milljarða króna til kaupa á 30% hlut Fons í Aurum sumarið 2008, en slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis vegna þess láns.