Björgun Saga Capital mjög skrýtin

Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Pétur H. Blöndal alþingismaður. mbl.is/Ómar

Sú leið sem farin var til að bjarga Saga Capital á sínum tíma, þegar Seðlabankinn veitti bankanum 15 milljarða króna lán á tveggja prósenta vöxtum, var mjög skrýtin, að mati Péturs H. Blöndal alþingismanns.

Í fyrirspurnartíma á Alþingi spurði Pétur Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra hvort lausn ráðherrans á vanda Sögu Capital tengdist málefnum Sparisjóðs Þórshafnar, einkum verulegri skuld Sögu við sparisjóðinn.

Steingrímur sagði í svari sínu að úr málum Sögu og sparisjóðanna hefði verið unnið algerlega sjálfstætt og óháð öðru.

„Þessi meðferð, annars vegar á Sögu Capital og VBS og hins vegar á nokkrum sparisjóðum, Sparisjóði Þórshafnar þar á meðal, stangast mjög á við það hvernig farið var með önnur fjármálafyrirtæki. Má þar nefna Straum-Burðarás, sem ekki þurfti eiginfjárinnspýtingu heldur var vandi hans lausafjárvandi. Þá var SPRON látinn fara á hausinn, en fimm smærri sparisjóðir, sem voru með neikvætt eigið fé, fengu eiginfjárframlag frá ríkinu,“ segir Pétur.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK