Bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz hafa fengið dæmdan málskostnað eftir að breskur dómstóll hafnaði kröfu skilanefndar Kaupþings að skaðabótamáli, sem bræðurnir hafa höfðað gegn bankanum, yrði vísað frá. Dómari hefur einnig hafnað áfrýjun Kaupþings.
Þetta kemur fram í blaðinu Daily Telegraph í dag. Segir þar að Vincent hafi fengið dæmd 250 þúsund pund í málskostnað, 46 milljónir króna, og talið sé að Robert hafi fengið svipaða upphæð.
Málin voru höfðuð af Rawlinson & Hunter Trustees S.A. sem stýrir sjóðunum Tchenguiz Discretionary Trust og Tchenguiz Family Trust. Kaupþing segir, að kröfur Rawlinson & Hunter í þessum málum endurspegli að stórum hluta sambærilegar kröfur sem nú þegar eru til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeim kröfum var hafnað af slitastjórn Kaupþings í mars í fyrra.