Hagnaður Alcoa eykst

Úr álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Úr álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. mbl.is/ÞÖK

Hagnaður bandaríska álfélagsins Alcoa nam 308 milljónum dala, 34,7 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi ársins, samanborið við 258 milljóna dala hagnað á síðasta ársfjórðungi og 172 milljóna dala tap á sama tímabili árið 2010.

Alcoa var að venju fyrsta fyrirtækið í Dow Jones hlutabréfavísitölunni á Wall Street til að birta árshlutauppgjör. Afkoman var örlítið betri en sérfræðingar höfðu spáð eða 28 sent á hlut samanborið við 27 senta spár.  

Tekjur félagsins námu 5,96 milljörðum dala og jukust um 5,4% frá síðasta ársfjórðungi.  

Alcoa segir, að hækkandi álver sé helsta ástæðan fyrir batnandi afkomu og vaxandi eftirspurn sé eftir áli. Segist félagið reikna með að eftirspurn aukist um 11% á þessu ári eftir 13% aukningu á síðasta ári.

Alcoa rekur álverið í Reyðarfirði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK