Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sagði að rangt væri að ríkið beitti eigendavaldi sínu yfir fyrirtækinu í því skyni að auka atvinnu í ákveðnum landshlutum.
Sagði hún að kröfur um slíkt hefðu komið fram á Alþingi og frá aðilum vinnumarkaðarins. Sagði hún að ef ríkið gerði slíkt myndi það kippa stoðum undan samningsstöðu Landsvirkjunar. Jafnvel gætu slíkar ákvarðanir ríkisins brotið í bága við EES-samninginn.