Segir krónuna of sterka

Hagfræðingur frá Arion banka segir krónuna of sterka.
Hagfræðingur frá Arion banka segir krónuna of sterka. Ómar Óskarsson

Gjaldeyrisþörf íslenska hagkerfisins mun aukast verulega á næstu árum. Endurgreiðslur af erlendum lánum eru þungar á næstu árum og endurfjármögnun er vart í augnsýn. Gjaldeyrisþörfinni verður að óbreyttu ekki mætt með öðru en veikingu krónunnar eða notkun á gjaldeyrisforða Seðlabankans.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorbjörns Atla Sveinssonar, hagfræðings hjá greiningardeild Arion banka, á morgunfundi bankans í dag. Þorbjörn benti á að gjaldeyrisforði Seðlabankans væri að langmestu leyti skuldsettur og til skamms tíma. Svigrúm Seðlabankans til gjaldeyriskaupa verður því afar lítið, nema talsverð veiking verði á gengi krónunnar. Því blasir við, að mati Þorbjörns, að krónan muni veikjast, nema aðgangur að erlendum lánsfjármörkuðum batni verulega á næstu tveimur árum.

Þorbjörn benti á að samanlögð krónustaða erlendra aðila nemi um 900 milljörðum króna. Þar af eru svokallaðar aflandskrónur 400 milljarðar, og innlendar eignir skilanefnda bankanna sem kröfuhafar þeirra fá í sinn hlut um 500 milljarðar. Að teknu tilliti til undirliggjandi gjaldeyrisflæðis krónunnar, skorti á „raunverulegum“ gjaldeyrisforða og takmarkaðs vilja Íslendinga til að selja erlendar eignir fyrir íslenskar krónur, mun verða afar erfitt að afnema gjaldeyrishöft á því tímabili sem Seðlabankinn hefur gefið sér. En fyrir skömmu kynnti Seðlabankinn áætlun um afnám hafta, sem gildir á árunum 2011-2015. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK