Gjaldþrotum fjölgar enn

83 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í apríl samanborið við 66 fyrirtæki í apríl 2010, sem jafngildir um 26% fjölgun á milli ára.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Flest gjaldþrotanna urðu í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fyrstu 4 mánuði ársins 2011 er fjöldi gjaldþrota 519 sem er um 44% aukning frá sama tímabili árið 2010 þegar 360 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Í apríl voru skráð 145 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 119 einkahlutafélög í apríl 2010, sem jafngildir um 22% fjölgun á milli ára. Flest félögin voru skráð í flokknunum heild- og smásöluverslun og viðgerðir á vélknúnum ökutækjum.

Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 588 fyrstu 4 mánuði ársins og eru nýskráningar jafn margar og á sama tímabili árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka