Stanford snýr aftur

Kevin Stanford, lengst til vinstri, var um tíma varamaður í …
Kevin Stanford, lengst til vinstri, var um tíma varamaður í stjórn FL Group. mbl.is/Jim Smart

Breska sunnudagsblaðið Observer fjallar í dag ýtarlega um kaupsýslumanninn Kevin Stanford og segir að alls óvænt virðist hann hafa á ný náð yfirráðum yfir verslunarkeðjunni All Saints sem hann missti í kjölfar íslenska bankahrunsins.

Segir blaðið að Stanford virðist ætla að takast að halda hluta af eignum og viðskiptaveldi sínu þrátt fyrir að útlitið hafi verið dökkt um tíma.

Observer rekur æviferil Stanford, frá því hann var tvítugur og hitti Karen Millen í Marokkó. Þau hófu saman verslunarrekstur og seldu kvenföt. Árið 1983 giftu þau sig og opnuðu fyrstu Karen Millen verslunina í Maidstone í Kent.

Fyrirtækið blómstaði og búðunum fjölgaði, Þær voru 60 árið 2001, þegar þau Stanford og Millen skildu og ákváðu að selja helminginn í fyrirtækinu til íslenska aðila sem Kaupþing fór fyrir.  

Blaðið segir, að á svipuðum tíma hafi Stanford hitt Kötlu Jónsdóttur í veislu sem haldin var þegar Karen Millen verslun var opnuð á Íslandi. Þau giftu sig og bjuggu um tíma bæði á Íslandi og í Bretlandi. 

Stanford keypti hús í Kent. Observer segir að gestir hafi dáðst að hraðskreiðum bílaflota og notið þess að skjóta á leirdúfur og veiða silung á landareigninni þar sem  páfuglar og smáhestar vöppuðu um. 

Einn heimildarmaður blaðsins segir, að Stanford hafi íhugað að flytja  smákengúrur á jörðina. Þá var gestum ekið um svæðið í gömlum brunabíl.

Stanford vildi gjarnan fjárfesta á ný í smásölu árið 2003 og tók þá þátt í því með Kaupþingi og kaupsýslumanninum Robert Tchenguiz að gera yfirtökutilboð í verslunarkeðjuna Selfridges.

Sú tilraun mistókst. Ári síðar sendi Stanford hlut sinn í Karen Millen þegar það fyrirtæki var sameinað Oasis, sem var í eigu Baugs, undir merkjum Mosaic Fashions.  

Í kjölfarið tók Stanford þátt í ýmsum viðskiptum með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi forstjóra Baugs og raunar eignaðist Stanford 8% í Baugi. Hann tók þátt í yfirtöku Baugs á Big Food Group árið 2004  en innan þess voru m.a. verslunarkeðjurnar Booker og Iceland.  

Ári síðar virtist Stanford treysta ímynd sína sem eins klókasta fjárfestis á smásölumarkaði þegar hann hagnaðist um 11 milljónir punda á nokkurra mánaða tímabili með því að kaupa og selja 1% hlut í Marks & Spencer. 

Árið 2006 tók Stanford þátt í kaupum Baugs á House of Fraser og sama ár bauð Stanford Baugi að fjárfesta í verslunarkeðjunni All Saints, sem hann eignaðist ári fyrr.

Stanford og Baugur eignuðust einnig hlut í verslunarkeðjum á borð við Woolworths,  French Connection, Debenhams og Moss Bros gegnum íslenska fjárfestingarfélagið  Unity Investments.

Þeir Stanford og Jón Ásgeir eru báðir bílaáhugamenn og þeir tóku m.a. þátt í  Gumball 3000 rallinu svonefnda eins og frægt varð. Þá gerðust þeir einnig styrktarmenn Williams kappakstursliðsins í Formúlu 1, Stanford gegnum All Saints og Jón Ásgeir gegnum leikfangaverslunarkeðjuna Hamleys og mydiamonds.com, sem tengdist skartgripafyrirtækinu Aurum.

Átta mánuðum síðar hrundi allt með íslenska bankakerfinu. Stanford á nú víða í málaferlum vegna íslensku viðskiptasambandanna. Hann hefur m.a. lagt fram kröfu um að fá endurgreiddar að minnsta kosti 130 milljónir punda, sem hann tapaði á því að kaupa hlutabréf í Kaupþingi og segist hafa verið blekktur til kaupanna.

Observers fjallar einnig um fyrirtækið Sólin skín, sem var í eigu Baugs Group, Fons, Glitnis og Sanfords og var að því er virðist stofnað til að veðja á að gengi bresku verslunarkeðjunnar Marks & Spencer hækkaði.  Félagið er nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. 

Kevin Stanford: how clothes made the man

The high-street tycoon who pulled out of ruin to be back in fashion

Failed derivative bet on M&S share price under criminal investigation

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka