Lánshæfiseinkunn Eistlands hækkar

Frá Tallinn, höfuðborg Eistlands.
Frá Tallinn, höfuðborg Eistlands. mbl.is/GSH

Alþjóðlega matsfyrirtæki Fitch Rating hefur hækkað einkunn eistneska ríkisins fyrir langtímaskuldbindingar um einn flokk, úr A í A+.

Segir talsmaður Fitch, að hækkun einkunnarinnar endurspegli að undirstöður eistneska efnahagskerfisins séu traustar, ríkisfjármál séu í góðu lagi sem og erlendar skuldir og bankakerfi landsins sé að ná sér á strik á ný.

Mikill uppgangur var í Eistlandi, eins og hinum Eystrasaltslöndunum tveimur, eftir að þau fengu sjálfstæði á ný árið 1991. Hagvöxtur í Eistlandi var að jafnaði 8,4% á árunum 2000 til 2007 en hagkerfið dróst saman um 3,6% árið 2008 og 14,1% árið 2009. Í fyrra mældist hagvöxtur á ný, 3,1% og spáð er 6,3% hagvexti á þessu ári. 

Eistland tók upp evru í byrjun ársins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK