Töpuðu milljörðum á N1

Merki N1
Merki N1

Íslensku lífeyrissjóðirnir töpuðu um 4,4 milljörðum króna þegar gengið var frá samningum við kröfuhafa olíufélagsins N1. Það kemur í ljós þegar félagið verður selt, hversu mikið tap Íslandsbanka og Arionbanka verður. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins.

Heildarkröfur í N1 samstæðuna, það er að segja olíufélagið N1, móðurfélagið BNT og fasteignafélagið Umtak, námu um 53 milljörðum króna þegar gengið var frá samningum við lánardrottna í lok júní. Þá var meirihluta skuldanna breytt í hlutafé, og félagið tekið yfir af kröfuhöfum. Milljarðar króna voru hins vegar afskrifaðir í þessum gjörningi.

Lífeyrissjóðirnir áttu stærstan hluta af skuldabréfum í N1, sem nam um 14% af heildarkröfum í samstæðuna. Andvirði skuldabréfanna var um 7,4 milljarðar króna. Samkvæmt samningunum var um þremur milljörðum króna breytt í hlutafé, en afgangurinn, um 4,4 milljarðar króna, afskrifaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK