Scaeuble: Björgunarsjóður verður ekki stækkaður

Wolfgang Schaeuble
Wolfgang Schaeuble Reuters

Þýski fjármálaráðherrann, Wolfgang Schaeuble, segir að ekki standi til að stækka björgunarsjóð evrusvæðisins, líkt og orðrómur hefur verið um. Orðrómurinn hafði mikil áhrif á hlutabréfamarkaði í dag þar sem evrópskar hlutabréfavísitölur hækkuðu töluvert.

Schaeuble segir að björgunarsjóðnum sem Evrópusambandið setti á laggirnar vegna skuldakreppunnar (e. The European Financial Stability Facility – ESFS) verði veitt þau verkfæri sem hann þarf á að halda ef þörf er á og skilvirkni muni einkenna starfsemi hans en ekki standi til að auka fé í sjóðnum. 

Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, hafði fyrr í dag sagt í viðtali við þýskt dagblað að stefnt væri að því að auka styrk sjóðsins. Markaðurinn túlkaði það sem svo að auka ætti fjármagn sem sjóðurinn hefði til umráða en talsmaður Rehn hefur dregið úr þeim skilningi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK