Áhlaup á Dexia

Reuters

Reikningseigendur í fransk/belgíska bankanum Dexia tóku 300 milljónir evra út af reikningum sínum á þriðjudaginn, eða sem nemur ríflega 47,5 milljörðum króna, í kjölfar þess að fréttir bárust af erfiðri stöðu hans. Belgíska dagblaðið De Tijd segir frá þessu í dag.

Fram kemur í frétt blaðsins að úttektirnar væru engu að síður lítill hluti af innistæðum í bankanum og mun minni en gerðist þegar efnahagskrísan hófst haustið 2008.

Frönsk og belgísk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni koma Dexia til bjargar ef á þurfi að halda en bankinn, sem er stærsti banki Belgíu, á mikið af grískum og ítölskum ríkisskuldabréfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka