Vilja banna birtingu lánshæfiseinkunna

Forseti framkvæmdarstjórnar ESB, Jose Manuel Barroso.
Forseti framkvæmdarstjórnar ESB, Jose Manuel Barroso. Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins íhugar að banna lánshæfismatsfyrirtækjunum að birta mat sitt á skuldsettum ríkjum Evrópusambandsins, að því er fram kemur í frétt Financial Times Deutschland í dag.

Michel Barnier, sem fer með málefni innri markaðar í framkvæmdastjórn ESB, hefur unnið drög að samkomulagi um að fela nýjum eftirlitsaðila, European Securities and Markets Authorit, að leggja tímabundið bann á slíkum greiningum á greiðsluþoli ríkja, samkvæmt frétt FT en blaðið segist hafa undir höndum afrit af drögunum.

Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, hvatti helstu leiðtoga Evrópu til að  komast að samkomulagi um hvernig hægt verði að vinna bug á skuldakreppunni. Segir hann að ef allir vinni saman þá verði hægt að komast að jákvæðri niðurstöðu á fundi helgarinnar um skuldir evru-ríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK