Mentor fékk Nýsköpunarverðlaunin

Starfsfólk Mentors
Starfsfólk Mentors

Mentor hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2011 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun.

Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn af frumkvöðlum fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku ásamt starfsfólki sínu.  Á Nýsköpunarþingi voru ræddar helstu áskoranir sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir á sviði fæðuöryggis, lýðfræðilegra breytinga, orkumála og loftslagsbreytinga og velt upp tækifærum Íslands til að sækja fram með nýsköpun á þessum sviðum. Yfir 200 manns sóttu þingið, segir í tilkynningu.

Hlutverk Mentor er að veita skólum lausnir, þekkingu og þjónustu til aukins árangurs. Sérstaða Mentors liggur í öflugum stuðningi við fjölbreytt námsmat og áætlanagerð en kennarar geta með einföldum hætti fylgst með námsframvindu nemenda, gert einstaklingsáætlanir og unnið námsmat í kerfinu og birt nemendum og foreldrum.

Alls starfa 55 starfsmenn hjá fyrirtækinu í fimm löndum, þar af eru 25 staðsettir á Íslandi. Fyrirtækið þjónustar í dag rúmlega 1000 skóla. Kjarni hugmyndafræði Mentors er að allir nemendur eiga að ná settum markmiðum sínum í skólastarfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK