Íbúðalán fyrir 3,7 milljarða á mánuði

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Ný íbúðalán Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða og innlánsstofnana voru um 3,7 milljarðar króna að meðaltali á mánuði fyrstu átta mánuði ársins, sem samsvarar lítilsháttar aukningu á tímabilinu samanborið við sama tíma í fyrra. Enn sem komið er virðist lítið um önnur ný útlán.

Hlutfall gengisbundinna lána af heildarskuldum hefur lækkað á sama tíma og hlutfall óverðtryggðra og verðtryggðra lána hefur hækkað. Stærsti hluti útlána til heimila er enn á verðtryggðum kjörum.

Töluvert hefur verið um skuldbreytingar á lánum heimila og fyrirtækja, meðal annars vegna dóma Hæstaréttar um ólögmæti fjölmyntalána. Auk þess hefur framboð nýrra óverðtryggðra lána stóraukist að undanförnu, segir í Peningamálum Seðlabanka Íslands sem komu út í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK