Vantar 1,2 milljarða dala

MF Global Holdings Ltd.
MF Global Holdings Ltd. Reuters

Svo virðist sem 1,2 milljarðar Bandaríkjadala, rúmir 142 milljarðar króna, séu horfnir út af reikningum viðskiptavina verðbréfafyrirtækisins MF Global sem nýverið fór í þrot, segir skiptastjóri MF Global.

Er þetta tvöfalt hærri fjárhæð en í fyrstu var talið en að sögn skiptastjóra, James Giddens, hefur tekist að endurheimta 3,7 milljarða dala og afhenda viðskiptavinum fyrirtækisins frá því það fór í þrot hinn 31. október sl.

Var MF Global fyrsta bandaríska verðbréfafyrirtækið sem fór í þrot vegna skuldakreppunnar í Evrópu en það hafði veðjað á rangan hest með því að fjárfesta í ríkisskuldabréfum evrópskra ríkja.

Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla að undanförnu er talið að stjórnendur MF Global hafi tæmt fé út af reikningum viðskiptavina til þess að bjarga fjárhag fyrirtækisins þar sem áhyggjufullir lánveitendur höfðu gert veðköll í lánalínur vikurnar fyrir hrun verðbréfafyrirtækisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK