Dregur úr verðbólgu í Bretlandi

Fjölmargir lögðu leið sína á Oxford stræti um helgina
Fjölmargir lögðu leið sína á Oxford stræti um helgina Reuters

Verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili, var 4,8% í nóvember í Bretlandi en var 5% í október. Er lækkunin rakin til verðlækkunar á matvöru og eldsneyti, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Bretlands.

Vísitala neysluverðs dróst saman um 0,2% í nóvember frá mánuðinum á undan. Verð á matvælum, eldsneyti, fatnaði, húsgögnum og húsbúnaði lækkaði í Bretlandi í nóvember og hafði það áhrif til lækkunar vísitölunnar en á móti kom hækkun á húshitunarkostnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka