Hverjir ná árangri á Twitter?

Ísendingar eru nú í auknum mæli farnir að tileinka sér samfélagsmiðilinn Twitter. Á sama tíma eru sífellt fleiri að spyrja hvað þetta fyrirbæri sé eiginlega. Twitter er örblogg, takmarkað við 140 stafi. Sérstaða Twitter byggist á því að þar vingast maður ekki við neinn, gerist ekki aðdáandi eða fer í hópa.

Annars vegar fylgir maður skrifum einhvers eftir og verður fylgismaður (following) og hins vegar geta einhverjir fylgt eftir þínum skrifum og eru þá þínir fylgismenn (followers). Kerfið er algerlega opið og hefur þú enga stjórn á því hverjir fylgja þér.

Siðustu ár hafa all nokkur fyrirtæki reynt fyrir sér í þessum miðli. Spurning dagsins er hvort þau séu að nota samfélagsmiðla eins og Twitter á réttann hátt? Hvaða fyrirtæki eru að skara frammúr á þessu sviði og hvað getum við hin lært af þeim? Finnur Magnússon vörustjóri hjá Marorku og Twitter sérfræðingur er gestur Viðars Garðarssonar í Alkemistanum þessa vikuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK