Kaldbakur gefur út skuldabréf

Kaldbakur ákvað að fjárfesta í Jarðborunum.
Kaldbakur ákvað að fjárfesta í Jarðborunum. mbl.is

Fjárfestingarfélagið Kaldbakur hefur fengið leyfi til skuldabréfaútgáfu fyrir allt að tíu milljörðum króna en félagið er að fullu í eigu útgerðarfélagsins Samherja.

Aðdragandi útgáfunnar er sá að Kaldbakur ákvað að fjárfesta í Jarðborunum í gegnum samlagsfélagið SF III.

Í umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segir Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks, erlendan fjárfesti vera kaupanda bréfsins. Trúnaður ríki um það hver kaupandinn er. Kaldbakur gaf út 2,4 milljarða óverðtryggt skuldabréf til tíu ára í lok febrúar og greiðir af því 7% vexti. Ekki er greitt af höfuðstólnum fyrr en að fimm árum liðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK