Gengislánadómurinn fækkar húsaleigusamningum

Á höfuðborgarsvæðinu var í febrúar 406 leigusamningum þinglýst en í …
Á höfuðborgarsvæðinu var í febrúar 406 leigusamningum þinglýst en í sama mánuði í fyrra voru samningarnir 482 talsins. mbl.is/Ómar

Húsaleigusamningum vegna íbúða hefur fækkað mikið eftir síðasta dóm Hæstaréttar um gengislán. Sömuleiðis er talsverð fækkun samninga milli ára þar sem fleiri og fleiri íbúðaeigendur kjósa fremur að selja en að bíða eftir að verð á fasteignum hækki og sjá því ekki hag sinn í að halda eignum úti í leigu.

Í febrúar síðastliðnum var alls 661 leigusamningi um íbúðarhúsnæði þinglýst hér á landi sem er fækkun um rétt tæp 4% frá sama mánuði fyrra árs. Borið saman við fyrri mánuð hefur leigusamningum fækkað um fjórðung en alls voru 869 leigusamningar á landinu öllu í janúar síðastliðnum en mikil árstíðarsveifla er í þessum tölum.

Að sögn Svans Guðmundssonar, formanns Félags leigusala, stendur verð á leiguhúsnæði í stað eða lækkar þar sem greiðslugeta fólks er að dragast saman. Svanur sagði tölur þjóðskrárinnar sem komu út í gær staðfesta þetta. Þær tölur sýna lækkun leiguverðs á milli mánaða um 1% og staðfesta grun manna um að greiðslugetan sé það sem takmarki leiguverðið. Aftur á móti sjá leigumiðlarar hækkandi verð á stærri eignum og meiri eftirspurn eftir þeim.

16% fækkun milli ára

„En ég er viss um að lægra hlutfall leigusamninga sé þinglýst núna en áður eftir hækkun fjármagnstekjuskatts. Leiguverð er orðið of lágt til að standa undir söluverði eigna enda er söluverð orðið lægra en byggingakostnaður almennt séð en í ákveðnum hverfum og stærðum á það ekki við.”

Á höfuðborgarsvæðinu var í febrúar 406 leigusamningum þinglýst en í sama mánuði í fyrra voru samningarnir 482 talsins og hefur því fækkað um rétt tæp 16% á milli ára. Svanur sagði að víða ríkti sérstakt ástand og tók sem dæmi stöðuna í Reykjarnesbæ þar sem Íbúðalánasjóður á nú mikið af eignum sem hann hefur ekki viljað leigja út þrátt fyrir sára vöntun á leiguhúsnæði þar.

Svanur Guðmundsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK