Sala bankanna leysir vandann

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Sala Íslandsbanka og Arion banka til erlendra aðila auk endurfjármögnunar Landsbankans leysir vanda Íslands hvað varðar gjaldeyrishöft. Þetta kom fram í máli Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Arnór sagði að það væri ýmist í ökkla eða eyra, mat manna á hversu langan tíma það tæki að aflétta gjaldeyrishöftum. „Sannleikurinn liggur þarna einhvers staðar á milli,“ sagði Arnór og ennfremur að verði tvö vandamál leyst, þ.e. sala bankanna til erlendra aðila og endurfjármögnun Landsbankans, væri um leið leyst úr þeirri áhættu sem Ísland er í núna. Hægt verði að leysa úr áhættunni og aflétta höftum á nokkrum árum.

Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, spurði Arnór til áréttingar  hvort að það væri eitthvað sem gerðist á næsta ári. Hann svaraði því til að svo væri ekki. Einnig að mikilvægt væri að hafa góðar girðingar á meðan.

Helgi spurði einnig Má Guðmundsson seðlabankastjóra um þá ákvörðun Alþingis að stytta þann tíma sem gjaldeyrishöftin eru lögbundin og miða fremur við 2013 en ekki 2015. 

Már sagði að bankinn væri í mun betri samningsstöðu, í leikjafræðilegu samhengi, þegar hann hefði allan tímann í veröldinni. Að stytta tímann gerði því afnám hafta að einhverju leyti erfiðara. Hins vegar væri ekki hægt að útiloka að hægt væri að vinna mjög hratt og ná utan um vandamálið á þessum tíma, búa vel í haginn svo áhættan yrði sem minnst. Hann sagði ennfremur að mikilvægt væri að nýta tímann sem best. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka