Arion banki fjármagnar þýskt félag

Arion banki hefur lokið samningum um fjármögnun þýska félagsins TSP – The Seafood Processor Gmbh og dótturfélags þess, TST – The Seafood Traders Gmbh. Móðurfélag TSP er Leuchtturm Beteiligungs- und Holding Germany AG.

Um er að ræða nýtt framleiðslu- og sölufyrirtæki á sviði sjávarafurða. Fjármagnið verður annars vegar notað í uppbyggingu nýrrar og fullkominnar verksmiðju sem framleiða mun vörur á neytendamarkað og hins vegar afurðalán til að mæta sveiflum í rekstri. Félagið verður fyrst og fremst með starfsemi í Þýskalandi og meðal viðskiptavina verða stærstu smásölukeðjur Þýskalands, segir í tilkynningu frá Arion banka.

Félagið er að hluta í eigu lykilstjórnenda og Íslendinga en í meirihlutaeigu japanska sjávarútvegsrisans Nippon Suisan (Nissui), annars stærsta sjávarútvegsfyrirtækis heims, sem skráð er á hlutabréfamarkaðinum í Tokýó. Forstjóri hins nýja fyrirtækis er Finnbogi A. Baldvinsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka