Arion banki með nýtt frumkvöðlasetur

Á Sprotaþingi Íslands sem haldið var í höfuðstöðvum Arion banka í gær kynnti bankinn nýtt frumkvöðlasetur sem kallast Startup Reykjavík og er unnið í samstarfi við Innovit og Klak.

Startup Reykjavík mun fara fram yfir sumarmánuðina og verða í vor valin 10 teymi frumkvöðla sem hvert um sig mun vinna að sinni viðskiptahugmynd þar sem þeim verður lagt til 2 milljónir í hlutafé frá Arion banka gegn hlutdeild í fyrirtækinu. Þá fá teymin 10 vikna þjálfun frá sérfræðingum víðs vegar úr atvinnulífinu og starfsfólki Innovits og Klaks. Ennfremur fá teymin aðgang að tengslaneti Global Accelerator Network.

Startup Reykjavík er hluti af tengslaneti Global Accelerator Network sem aftur er alþjóðlegi hlutinn af starfsemi Techstars í Bandaríkjunum. Samstarfið við Global Accelerator Network felur í sér tækifæri fyrir ung fyrirtæki til að kynna sín verkefni fyrir erlendum aðilum bæði hvað varðar þróun sinna hugmynda og mögulega framtíðarfjármögnun. Greinilegt er að þetta framtak kemur í góðar þarfir því að umsóknir eru þegar farnar að berast vef verkefnisins, www.startupreykjavik.com.

Frestur til að skila inn umsóknum er til 7. maí næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK