9 milljóna hagnaður hjá RÚV

Útvarpshúsið við Efstaleiti.
Útvarpshúsið við Efstaleiti. mbl.is/Árni Sæberg

Hagnaður Ríkisútvarpsins ohf. á reikningstímabilinu 1. september 2011 til 29. febrúar 2012 var 9 milljónir króna sem er í samræmi við áætlanir félagsins. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 5.660 milljónum króna, bókfært eigið fé í lok reikningstímabilsins er 746 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins er 13,2%.

Góður árangur náðist á tímabilinu við að hækka hlutfall dagskrár- og framleiðslukostnaðar af rekstrartekjum, segir í fréttatilkynningu. Það fór í 71% en var í síðasta árshlutauppgjöri 64%.

Heildartekjur RÚV námu 2.728 milljónum í fyrra og hækkuðu um liðlega 200 milljónir milli ára. Auglýsingatekjur RÚV í fyrra námu 970 milljónum en 820 milljónum árið 2010. RÚV greiddi 856 milljónir í laun í fyrra, þar af voru laun ellefu helstu stjórnenda stofnunarinnar 57,8 milljónir.

Langtímaskuldir RÚV námu liðlega 3,2 milljörðum um síðustu áramót. Heildarskuldir eru um 4,9 milljarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK