Kaupir tólf lúxusíbúðir

Það eru 24 íbúðir í húsinu. Þær eru 70-200 fermetrar …
Það eru 24 íbúðir í húsinu. Þær eru 70-200 fermetrar að stærð, auk 330 fermetra íbúðar á efstu hæð. mbl.is/Árni Sæberg

Hollenskur fjárfestir, Klaas Hol, hefur keypt tólf íbúðir af 24 í Tryggvagötu 18 af Karli Steingrímssyni. Hann keypti sex íbúðir í maí og gengið verður frá kaupum á sex til viðbótar í dag.

Karl segir að nú sé einungis eftir að selja fimm íbúðir í húsinu. Fyrir skömmu hafi Norðmenn, sem fóru fjárfestingaleið Seðlabankans, keypt tvær og Íslendingar hafi einnig keypt íbúðir í blokkinni.

„Þetta er Svarta perla Reykjavíkur,“ segir Hol, sem á fasteignafélag í Hollandi, í samtali við Morgunblaðið. Í umfjöllun um fjárfestingar hans hér á landi í Morgunblaðinu í dag segist hann aðspurður álíta íbúðirnar skynsamlega fjárfestingu en hann sé ekki búinn að ákveða næstu skref. Hann útilokar ekki að fjárfesta hér enn frekar, en tíminn verði að leiða það í ljós. Þeir vilja ekki gefa upp kaupverðið en hjá fasteignasölunni Mikluborg er tveggja herbergja íbúð í húsinu, 113 fermetra, auglýst á 85 milljónir kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK