Hagvöxturinn 2,6% á síðasta ári

Landsframleiðsla jókst að raungildi um 2,6% samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningatölum Hagstofunnar fyrir árið 2011. Þessi vöxtur kemur í kjölfar mikils samdráttar tvö ár þar á undan, 4% árið 2010 og 6,6% árið 2009. Landsframleiðsla á liðnu ári er svipuð að raungildi og landsframleiðsla áranna 2006 og 2009.

Landsframleiðsla ársins 2011 er talin hafa numið 1.626 milljörðum króna en það er 90 milljörðum eða 5,8% hærri fjárhæð en árið áður. Að teknu tilliti til verðbreytinga jókst landsframleiðslan að raungildi um 2,6% samanborið við 4% samdrátt árið áður. Landsframleiðsla á liðnu ári er svipuð að raungildi og landsframleiðsla áranna 2006 og 2009.

Minni vöxtur en áður var talið

Að teknu tilliti til mannfjöldaaukningar, sem nam 0,3%, jókst landsframleiðsla á mann að raungildi um 2,2% árið 2011 en hafði árið áður dregist saman um 3,6%.

Endurskoðuðu tölurnar sýna nokkru minni vöxt á árinu 2011 en áætlunin frá því í mars síðastliðnum, en þá var talið að hagvöxtur hefði numið 3,1%. Lækkunin skýrist einkum af minni einkaneyslu en reiknað var með í mars og einnig er samneysla og fjármunamyndun minni. Á móti kemur nokkru meiri afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum en gert var ráð fyrir í mars.

Þjóðarútgjöld á árinu 2011 jukust nokkru meira en nam vexti landsframleiðslu, eða 3,8%. Einkaneysla jókst um 2,7% og fjárfesting um 12,9% en samneysla dróst saman um 0,9%. Útflutningur jókst um 4,1% og innflutningur nokkru meira, eða um 6,8%. Þrátt fyrir þessa þróun varð verulegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu 2011, eða 139 milljarðar króna.

Aukna fjárfestingu á síðasta ári má meðal annars rekja til mikils innflutnings á skipum og flugvélum en slík fjárfesting hefur lítil sem engin áhrif á landsframleiðslu. Fyrir utan fjárfestingu í skipum og flugvélum jókst fjárfesting á síðasta ári um 7,2%

Sjá ritið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka