Seðlabanki Þýskalands lækkaði í dag hagvaxtarspá sína fyrir Þýskalandi fyrir árið í ár og það næsta. Kemur fram í nýrri hagspá bankans að niðursveiflan sé einungis tímabundið ástand.
Í spánni kemur fram að útlit er fyrir að hagvöxturinn í ár verði 0,7% og aðeins 0,4% á næsta ári. Hins vegar muni hagvöxturinn nema 1,9% árið 2014.
Í fyrri spá bankans frá því í júní var spáð 1% hagvexti í ár og 1,6% á næsta ári.
Ekki er útilokað að samdráttur muni mælast á yfirstandandi ársfjórðungi í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu.