Bankamenn á kókaíni ollu hruninu

David Nutt, fyrrverandi ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í vímuefnamálum, segir að bankahrunið hafi orðið vegna þess að of margir bankamenn neyttu kókaíns.

Nutt, sem er prófessor, segir að bankamennirnir hafi í kókaínvímu verið fullir sjálfsöryggis og tekið of mikla áhættu.

Grein þessa efnis birtist í Sunday Times og hefur farið eins og eldur í sinu um bresku pressuna í dag. Í greininni segir Nutt að kókaín hafi passað fullkomlega við menningu bankamannanna - sem einkenndist af hraða og spennu og að stækka mikið og ört í viðskiptum. „Bankamenn notuðu kókaín og komu okkur í þetta klúður,“ segir Nutt.
 
Nutt er þekktur fyrir umdeild ummæli. Hann var rekinn sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar árið 2009 fyrir að skrifa í ritgerð að það væri ekki mikill munur á skaða vegna útreiða og e-pillunotkunar.

Innanríkisráðherra Breta krafðist þess að Nutt bæðist afsökunar. Það gerði hann ekki en bætti um betur og sagði að tóbak og áfengi væri hættulegra heilsunni en sum ólögleg vímuefni, m.a. e-töflur, LSD og kannabis.

Honum var sagt upp í kjölfarið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK