Óttast hrun á efnahagslífi Indlands

Verðbólga hefur aukist á Indlandi. Þetta kemur illa við fátæka …
Verðbólga hefur aukist á Indlandi. Þetta kemur illa við fátæka Indverja því tekjur þeirra hafa ekki aukist samhliða. DIBYANGSHU SARKAR

Um margt minnir það sem er að gerast í indversku efnahagslífi á aðdraganda hrunsins á Íslandi 2008. Fjárfestar á Indlandi óttast hrun í efnahagslífi Indlands og flýja með fjármagn úr landi. Gjaldmiðillinn hefur fallið hratt og hefur aldrei áður verið skráður eins lágt gagnvart dollar.

Indland, Kína og Brasilía hafa síðustu ár verið þau lönd í heiminum sem hafa drifið áfram hagvöxt í heiminum á sama tíma og stöðnun eða samdráttur hefur verið í Evrópu og Bandaríkjunum. Nú takast stjórnvöld á Indlandi við svipuð vandamál og stjórnmálamenn í ýmsum Evrópuríkjum hafa fengist við síðustu ár.

<h3><span><span>Ástandið í Indlandi ber öll einkenni óðagots</span></span></h3>

<span><span>Indverski hagfræðingurinn Jayati Ghosh ritar grein í <a href="http://www.theguardian.com/commentisfree/2013/aug/26/india-debt-bubble-boom-bust-pattern" title="Guardian">Guardian</a> þar sem hún segir að það hafi ekki átt að koma neinum á óvart að niðursveifla yrði í efnahagslífi Indlands. Það hafi verið vitað í langan tíma að miklir veikleikar séu í efnahagslífi landsins. Allt sem stjórnvöld hafi gert til að bæta stöðuna hafi verið of lítið og komið of seint.</span></span>

<span><span><span><span>Ghosh</span></span> segir að ástandið í Indlandi beri öll einkenni óðagots. Fjárfestar óttist um fjárfestingar sínar, fjármagn renni úr landi og gjaldmiðillinn hrynji. Þessi hræðsla verði síðan til þess að ýta undir atburðarrásina og auka líkur á samdrætti. Hún segir ekki óhjákvæmilegt að það verði hrun í indversku efnahagslífi en það geti orðið.</span></span>

<h3><span><span>Flýja með peningana úr landi eða kaupa gull<br/></span></span></h3>

<span><span>Eftir að fjárfestar fóru að flytja fjármagn úr landi ákvað seðlabanki Indlands að setja takmarkanir á gjaldeyrisflæði. Fjárfestar mega núna fara með 75 þúsund dollara úr landi í stað 200 þúsunda áður.</span></span>

<span><span>Óttaslegnir indverskir fjárfestar hafa brugðist við ástandinu með því að kaupa gull. Innflutningur á gulli til landsins jókst af þeim sökum, en nú hefur seðlabankinn sett takmarkanir á þennan innflutning og þeir sem vilja kaupa gull þurfa að greiða sérstakt gjald.</span></span>

<h3><span><span>Auka fjárfestingar í innviðum landsins<br/></span></span></h3>

<span><span>Stjórnvöld á Indlandi hafa einnig ákveðið að auka verulega fjárfestingar í innviðum landsins til að reyna að örva hagkerfið. P Chidambaram, fjármálaráðherra Indlands, tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að setja fjármagn í 36 tiltekin verkefni, aðallega í orkuiðnaði og samgöngum, að því er fram kemur í frétt á <a href="http://www.bbc.co.uk/news/business-23847059" title="BBC">BBC</a>.</span></span>

<span><span>Halli á ríkissjóði Indlands hefur verið að aukast og skuldir eru því að aukast. Skuldatryggingarálag landsins hefur hækkað og hefur ekki verið hærra í 12 ár. Seðlabanki Indlands hefur varað ríkisstjórnina við að aukin ríkisútgjöld muni auka hallann á ríkissjóði og ýta undir verðbólgu.<br/></span></span>

<span><span><span><span><span><span>Ghosh</span></span></span></span> segir að margt hafi verið að í efnahagslífi Indlands og sjá hafi mátt þessa þróun fyrir. Hagvöxtur á Indlandi hafi verið drifinn áfram af eftirspurn sem hafi byggst á lántökum. Fjárfestingar hafi í of miklum mæli byggst á skammtímagróða. Mikið hafi verið fjárfest í byggingariðnaði en minna í útflutningsgreinum.</span></span>

<span><span>Ghosh segir að hættumerkin séu búin að liggja fyrir í langan tíma. Dregið hafi úr hagvexti, fjárfestingar einkaaðila hafi dregist saman 10 ársfjórðunga í röð, iðnaðarframleiðsla hafi dregist saman og verðbólga hafi aukist.</span></span>

<h3><span><span>Indland gott dæmi um land sem fjárfestar „uppgötva“<br/></span></span></h3>

<span><span> <span><span><span><span><span><span><span><span><span><span>Ghosh</span></span></span></span></span></span> segir að það sem gerst hafi á Indlandi á síðustu árum sé velþekkt. Fjárfestar „uppgötvi“ land með ný tækifæri og í kjölfarið streymi fjármagn til landsins. Það stuðlar að vexti í landinu og ýtir undir hækkun á raungengi. Hækkun gengis dregur hvatann úr útflutningsgreinum og innflutningur eykst. Innlendir fjárfestar leita því leiða til að ávaxta fé sitt með því að setja það í fasteignir og nýbyggingar frekar en að fjárfesta í útflutningsfyrirtækjum. Allt leiðir þetta til eignabólu á fasteignamarkaði og hlutabréfamarkaði. Samhliða þessu eykst viðskiptahallinn, en enginn hefur áhyggjur af því meðan peningarnir halda áfram að streyma til landsins.</span></span></span></span></span></span>

<span><span><span><span><span><span><span><span><span><span><span><span><span><span><span><span><span><span>Ghosh</span></span></span></span></span></span> segir</span></span></span></span></span></span> að bólan springi hins vegar á endanum. Það geti verið ýmislegt sem verði til þess að hún springi, en afleiðingarnar bitni fyrst og fremst á launafólki, sem ekki hafi hagnast á uppsveiflunni. Þegar kreppan skellur á verði launafólk fyrir samdrætti í tekjum og atvinnuleysi aukist.</span></span></span></span></span></span>

<span><span><span><span><span><span><a href="/vidskipti/pistlar/sigurdurmar/1310355/" title="mbl.is">Pistill Sigurðar Más Jónssonar um Indland</a><br/></span></span></span></span></span></span>

Indverski hagfræðingurinn Jayati Ghosh.
Indverski hagfræðingurinn Jayati Ghosh.
Erlendir fjárfestar keppast við að flytja peninga úr landi sem …
Erlendir fjárfestar keppast við að flytja peninga úr landi sem aftur hefur stuðlað að gengisfalli gjaldmiðils Indlands. Manjunath Kiran
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK