Hagnaðist um 15,7 milljarða króna

Anna EA, nýtt skip Samherja
Anna EA, nýtt skip Samherja mbl.is/Karl Eskil Pálsson

Samherji á Akureyri hagnaðist um 15,7 milljarða króna á árinu 2012. Árið áður nam hagnaðurinn 8,8 milljörðum króna.

Þá nema greiðslur fyrirtækja Samherja til ríkissjóðs 3,3 milljörðum króna, að því er fram kemur í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

„Afkomutölur Samherja og erlendra dótturfélaga fyrir árið 2012 eru góðar og betri en ég gerði mér vonir um,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali í blaðinu. Ríflega helmingur tekna Samherja kemur erlendis frá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka