Telur hagvaxtarmarkmið nást í Kína

Jim Yong Kim, bankastjóri Alþjóðabankans.
Jim Yong Kim, bankastjóri Alþjóðabankans. AFP

Líklegt er að hagvöxtur verði 7,5% í Kína á þessu ári eins og stefnt hefur verið að þrátt fyrir umbætur sem ráðist hefur verið í af kínverskum stjórnvöldum til þess að stuðla að jafnvægi í efnahagslífi landsins.

Þetta hefur fréttaveitan AFP eftir Jim Yong Kim, bankastjóra Alþjóðabankans, en ummælin lét hann falla á blaðamannafundi í kínversku borginni Shanghai í morgun. Fjögurra daga heimsókn Kim til Kína hófst í dag. Sagðist hann ennfremur telja að ráðstafanir Kínverja í efnahagsmálum væru á réttri leið en þær hafa meðal annars snúist um að draga úr mikilvægi stórra fjárfestinga og leggja þess í stað áherslu á neysludrifið hagkerfi.

Hagvöxtur í Kína var 7,7% á síðasta ári sem er það minnsta frá árinu 1999.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK