Segja fjárlögin vera marklaust plagg

Hagfræðideild Landsbankans segir árshlutauppgjör sína að staða ríkissjóðs sé mun …
Hagfræðideild Landsbankans segir árshlutauppgjör sína að staða ríkissjóðs sé mun verri en búist hafi verið við. mbl.is/Hjörtur

Ríkisreikningur fyrir árið 2012 staðfesti að markmiðin um að ná tökum á rekstri ríkisins náðust  ekki fyrir það ár. Fjárlög voru samþykkt með 21 milljarðs halla, en endanleg niðurstaða var halli upp á 36 milljarða. Þá var fjárlagafrumvarp ársins 2013 búið til við aðstæður þar sem bjartsýni var að aukast um vænlegri hagþróun. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans, en þar segir að fjárlög séu marklaust plagg.

Enginn vildi tala um stöðu ríkissjóðs fyrir kosningar

Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 voru samþykkt með tæplega fjögurra milljarða halla og segir hagfræðideildin að stjórnvöld hafi haldið uppi jákvæðum tón varðandi ríkisfjármálin allan síðasta vetur. Lítið var rætt um málið í kosningum, enda vildi stjórnin ekki fjalla ítarlega um stöðuna og stjórnarandstaðan vildi ekki láta sömu stöðu standa í vegi fyrir loforðum sínum, segir hagfræðideildin.

Síðastliðin þrjú ár hefur halli á rekstri ríkisins að jafnaði verið tvöföld sú upphæð sem Alþingi samþykkti í fjárlögum. Í ár eru líkur á að endanlegur halli verði margfalt meiri en niðurstöðutala fjárlaga að mati hagfræðideildarinnar, en hún bendir á að samkvæmt árshlutauppgjöri hafi halli á rekstri ríkissjóðs verið 22,5 milljarðar, eða 8,3% af tekjum. Segir í greiningunni að ljós sé að endanleg niðurstaða ársins verði langt frá því sem að var stefnt og bendi yfirlýsingar fjármálaráðherra í þá átt.

Erfitt að ná markmiðum um afgang árið 2014

Hagfræðideildin segir að miðað við yfirlýsingar frá ríkisstjórninni líti út fyrir að aukinn halli muni koma fram í fjáraukalögum, en hingað til hefur yfirleitt verið beðið með þau tíðindi þangað til í ríkisreikningum. Þá verði erfitt að ná markmiðum sem sett voru um afgang í rekstri ríkisins á árinu 2014, enda sé óvissan nú mikil.

Fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2013 var fylgt úr hlaði með þeim orðum að það bæri þess merki að aðhaldssöm ríkisfjármálastefna undanfarinna ára, í kjölfar bankahrunsins, hefði skilað markverðum árangri. Þáttaskil væru að verða í þróun ríkisfjármála á Íslandi. Hagfræðideildin segir að þetta hafi því miður ekki verið orð að sönnu og hætt sé við að skilaboðin með fjárlögum ársins 2014 verði allt önnur. 

Ganga frá lausum endum

Að lokum hvetur hagfræðideildin nýja ríkisstjórn til að ganga frá lausum endum, eins og að færa eiginfjárframlag til Íbúðalánasjóð á rekstrarreikning, en líklegt er að leggja þurfi sjóðnum til meira fé von bráðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK