Guðmundur á Núpum gjaldþrota

Með úrskurði héraðsdóms Suðurlands var bú Guðmundar tekið til gjaldþrotaskipta …
Með úrskurði héraðsdóms Suðurlands var bú Guðmundar tekið til gjaldþrotaskipta þann 20. desember. mbl.is/RAX

Guðmundur A. Birgisson, bóndi og fjárfestir á Núpum í Ölfusi, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Guðmundur var  mjög umsvifamikill í íslensku atvinnulífi á síðustu árum og var hann meðal annars hluthafi í Sláturfélagi Suðurlands, HB Granda, Hótel Borg og fleiri félögum. Þá var hann einn af forystumönnum félagsins Lífsvals, sem keypti jarðir um allt land á árunum fyrir hrun. Félagið komst seinna í eigu Hamla, dótturfélags Landsbankans.

Í frétt vb.is er sagt frá því að Guðmundur hafi verið annar umsjónarmanna minningarsjóðs auðkonunnar Sonju Zorrilla, en hún lést árið 2002 og er talið að eignir hennar hafi numið um tíu milljörðum króna. Efnaðist hún vel á fjárfestingum á Wall Street, en sjóðurinn átti að styrkja langveik börn á Íslandi og í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka