Míla ætlar að tvöfalda hraðann

Sigurrós Jónsdóttir deildarstjóri samskipta, Héðinn Þorsteinsson vörustjóri aðgangsnets og Eva …
Sigurrós Jónsdóttir deildarstjóri samskipta, Héðinn Þorsteinsson vörustjóri aðgangsnets og Eva Magnúsdóttir forstöðumaður þjónustu.

Míla áform­ar að tvö­falda hraða á ljósveitu­kerfi sínu á völd­um stöðum á þessu ári. Þá gæti hraði á heim­ilisteng­ing­um náð allt að 100 Mb/​s. Þróun á allt að 1 gíga­bita teng­ing­um er vel á veg kom­in og má bú­ast við að Míla geti boðið þær á næstu þrem­ur árum. Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að Míla mun einnig fjölga þeim heim­il­um sem hafa aðgang að Ljósveitu um 15% og þá munu um 80% heim­ila á öllu land­inu hafa mögu­leika á að nálg­ast há­hraðateng­ing­ar hjá sínu fjar­skipta­fyr­ir­tæki, en Ljósveit­an er opið aðgangsnet sem öll fjar­skipta­fyr­ir­tæki á land­inu geta haft aðgang að.
 
Nú í janú­ar verður lokið við að tengja við Ljósveit­una þá fjóra staði sem eft­ir eru á Vest­fjörðum, Pat­reks­fjörð, Tálkna­fjörð, Bíldu­dal og Þing­eyri. Þá er búið að upp­fylla mark­mið síðasta árs sem var teng­ing 53 þétt­býl­isstaða við Ljósveit­una.
 
Á fyrsta árs­fjórðungi 2014  verður haf­ist handa við upp­bygg­ingu Ljósveitu á Skaga­strönd og Ak­ur­eyri. Einnig er áætlað að setja upp Ljósveitu á Bif­röst, á Hvann­eyri, Varma­hlíð, Hofsósi og Hól­um í Hjalta­dal og munu íbú­ar þar hafa mögu­leika á að nálg­ast há­hraðaþjón­ustu um Ljósveitu hjá sín­um þjón­ustuaðila í lok mars.  
 
Áætlað er að tengja sex staði í viðbót á öðrum árs­fjórðungi; Hólma­vík, Laug­ar­ás, Sól­heima, Ara­tungu, Laug­ar­vatn og Kirkju­bæj­arklaust­ur. í lok júní munu íbú­ar á þess­um stöðum þar með hafa mögu­leika á að nálg­ast há­hraðaþjón­ustu um Ljósveitu Mílu hjá sín­um þjón­ustuaðila.
 
Íbúar á flest­um þétt­býl­is­stöðum lands­ins eru með venju­lega ADSL-teng­ingu en hraði henn­ar er að jafnaði 8Mb/​s. Með til­komu Ljósveit­unn­ar fá viðskipta­vin­ir allt að 50Mb/​s teng­ingu sem er mik­il bylt­ing í hraða fyr­ir þá sem nýta sér þjón­ustu á þess­um sam­bönd­um.
 
Ljósveit­an er sam­heiti yfir há­hraðasam­bönd sem fara að mest­um eða öll­um hluta um ljós­leiðara. Á nokkr­um stöðum á land­inu hef­ur verið lagður ljós­leiðari alla leið inn í hús og er Skaga­strönd einn þess­ara staða.
 
Míla legg­ur ljós­leiðara í hús í nýj­um hverf­um sem  byggj­ast upp frá grunni. Míla á og rek­ur víðtæk­asta aðgangsnet á land­inu og not­ar yf­ir­leitt hefðbundn­ar heimtaug­ar síðasta spöl­inn. Þannig get­ur Míla byggt upp há­hraðanet hratt og ör­ugg­lega, og gert íbú­um um land allt kleift að nýta há­hraðasam­bönd, sem veit­ir þeim hraða allt að 50Mb/​s. Not­and­inn fær því há­hraðasam­band, óháð tækn­inni  sem notuð er til að koma því til hans, seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK