Hagvöxtur 7,4% í Kína

STR

Hagvöxtur mældist 7,4% á fyrsta fjórðungi ársins í Kína og var töluvert meiri en fjölmargir hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir. Hins vegar dróst hann saman frá því á fjórða ársfjórðungi í fyrra, þegar hann nam 7,7%, að því segir í frétt Reuters um málið.

Í fyrra settu yfirvöld í Kína sér það markmið að ná 7,5% hagvexti á þessu ári. Hagvöxturinn í landinu hefur hægt á sér að undanförnu, en greinendur á fjármálamarkaði binda vonir sínar við að hann taki aftur við sér á næstu mánuðum.

Sumir hagfræðingar benda hins vegar á að hagvöxturinn sé yfirleitt minni á fyrsta fjórðungi ársins vegna þess að mörg fyrirtæki senda starfsmenn sína í tveggja vikna frá á þessum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK