Ísland er klárlega ekki best í heimi

Ferðamenn við Geysi
Ferðamenn við Geysi mbl.is/Golli

Gisting í júlí á þriggja stjörnu hóteli í Vík í Mýrdal kostar svipað og gisting á fimm stjörnu hótel á Manhattan í New York. Þá er heildareinkunn sem viðskiptavinir gefa hótelunum mun lægri á Íslandi en mörgum stöðum í heiminum, þrátt fyrir hærra verð gistingar hér á landi. Þetta segir Renato Gruenenfelder,framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, en hann hélt fyrirlestur á morgunfundi KPMG um ferðaþjónustu í dag.

Ísland borið saman við stórar ferðamannaborgir

Gruenenfelder spurði hvort að Ísland væri best í heimi þegar kæmi að þjónustu í ferðaþjónustu og vitnaði til nýrrar könnunar sem var gerð um gestrisni þar sem kom fram að Íslendingar væru almennt þeir vinalegustu. Hann ákvað að athuga hvort þetta kæmi líka fram í gæðum þjónustu og aðbúnaðar á hótelum og út frá niðurstöðum hans er ljóst að Ísland er nokkur eftirbátur annarra stórra ferðamannastaða.

Hann tók fyrir borgirnar Kaupmannahöfn, París, Dúbai, París, Róm, Peking og New  York og í flestum tilfellum voru hótel með sama stjörnufjölda að koma verr út hér á landi, bæði hvað varðar aðbúnað, þjónustu og gæði fyrir peninginn.

Verri þjónusta og minna fyrir peninginn

Í stuttu máli var niðurstaða skoðunar Gruenenfelder að hér á landi fengju ferðamenn mun verri þjónustu fyrir peninginn en á öðrum stöðum, þrátt fyrir að þeir séu þekktir fyrir að vera nokkuð dýrir. Til samanburðar kostar þriggja stjörnu gisting í Reykjavík svipað og gisting á fimm stjörnu hóteli í 71 fermetra svítu. Þá er fimm stjörnu gisting í Dúbai nokkuð ódýrari en þriggja stjörnu gisting á Íslandi. Sama var upp á teningnum þegar hinar borgirnar voru skoðaðar, þó munurinn hafi verið minnstur í París.

Gruenenfelder svaraði því spurningunni hvort að Ísland væri best í heimi varðandi þjónustu við ferðamenn neitandi. „Er Ísland best í heimi, klárlega ekki,“ sagði hann.

Frétt mbl.is: Hótelstjórendur vilja ekki náttúrupassa

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK