Reginn með þrjú hótel

Fasteignafélagið Reginn á Austurstræti 16 og hefur leigt undir hótelrekstur.
Fasteignafélagið Reginn á Austurstræti 16 og hefur leigt undir hótelrekstur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fasteignafélagið Reginn, sem skráð er á hlutabréfamarkað, hefur á nokkuð skömmum tíma samið um kaup á þremur hótelum. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fyrirtækisins, segir aðspurður að Reginn hyggist ekki fara nú af fullum þunga í kaup á fasteignum undir hótel, heldur verði „aðrir valkostir skoðaðir ef þeir eru vel staðsettir“.

Reginn keypti fyrir tveimur vikum fasteignir sem hýsa Hótel Óðinsvé í miðbænum og veitingastaðinn Snaps. Síðastliðinn vetur leigði fyrirtækið Keahótelum fasteignina Austurstræti 16, sem alla jafna er kennd við gamla Reykjavíkurapótek. Um svipað leyti keypti það jafnframt fasteignina sem hýsir Hótel KEA á Akureyri.

Öruggar eignir

Alla jafna sveiflast rekstur hótela eftir aðstæðum í efnahagslífinu. Helgi segir að Reginn fjárfesti einungis í hótelfasteignum sem taldar séu öruggar, líkt og Austurstræti 16 og Hótel Óðinsvé í miðbænum og Hótel Kea í miðbæ Akureyrar. Gangi rekstur hótelrekanda ekki vel, ætti með auðveldum hætti að vera hægt að fá annan í staðinn til að reka þar hótel. Áhættan sé því allt önnur en að leigja út fasteign undir hótel á einangruðum stað á landsbyggðinni, svo dæmi sé tekið, segir í umfjöllun um málið í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK