Uppsafnaðar afskriftir 1587 milljarðar

Uppsafnaðar afskriftir Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka frá október 2008 til 30. september 2012 voru um 1.587 milljarðar króna, þar af 178,6 milljarðar vegna lána til heimila og 1.408,6 milljarðar kr. vegna lána til fyrirtækja. 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Haraldar Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem spyr um afskriftir í fjármálakerfinu.

Fyrirspurnin hljóðar svo:

  1. Hverjar hafa verið árlegar heildarafskriftir í fjármálakerfinu síðastliðin sjö ár? 
  2. Hversu miklar voru þessar afskriftir hjá lögaðilum annars vegar og einstaklingum hins vegar? 
  3. Hvernig skiptust afskriftirnar á milli fyrirtækja og einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar? 
  4. Hvernig skiptust afskriftirnar á milli helstu atvinnugreina og hverjar voru þessar afskriftir sem hlutfall af heildarútlánum til viðkomandi atvinnugreina? 

Í svari ráðherra segir, að ráðuneytið hafi leitað eftir gögnum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) vegna fyrirspurnarinnar. Þá segir að nauðsynleg gögn hafi ekki reynst vera til reiðu til að svara fyrirspurninni eins og hún var sett fram. 

„Í svari FME til ráðuneytisins kemur fram að nýju bankarnir hafi keypt útlánasöfn forvera sinna með afslætti. Færsla kaupanna miðast við október 2008. Afslátturinn var tvískiptur, annars vegar til að mæta útlánatöpum og hins vegar til að mæta fjármögnunaráhættu þar sem það lá fyrir við kaupin að samningsvextir útlána voru lægri en sá fjármögnunarkostnaður og áhættuálag sem bankarnir bjuggu við. 

    Þróun gæða útlána ræður því m.a. með hvaða hætti bankarnir nýta afsláttinn sem veittur var. Bankarnir geta annaðhvort afskrifað kröfur gagnvart viðskiptavinum sínum eða uppfært virði þeirra í bókum sínum með tekjufærslu og innheimt hærri fjárhæð en þeir keyptu kröfuna á. Ýmsar ástæður eru fyrir því af hverju bankarnir hafa afskrifað kröfur viðskiptavina, en sem dæmi má nefna eftirtaldar skýringar:
         Endurútreikningur gengistryggðra lána í samræmi við lög og dómafordæmi. 
         Höfuðstólslækkun gengistryggðra og verðtryggðra lána. 
         110%-leið stjórnvalda. 
         Beina brautin, endurskipulagning fyrirtækjaútlána. 
         Vaxtaívilnanir. 
         Almennar afskriftir vegna gjaldþrota og nauðasamninga. 
         Endurskipulagning viðskiptavina. 

Uppsafnaðar afskriftir bankanna þriggja frá október 2008 til 30. september 2012 voru um 1.587 milljarðar kr., þar af 178,6 milljarðar kr. vegna lána til heimila og 1.408,6 milljarðar kr. vegna lána til fyrirtækja,“ segir í svari fjármálaráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK