Reginn með mörg járn í eldinum

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Framundan eru töluverðar breytingar í …
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Framundan eru töluverðar breytingar í Smáralind og aukning verslunarrýmis á uppbyggingarreit við Austurhöfn. Eggert Jóhannesson

Fasteignafélagið Reginn stendur í stórræðum þessi misserin, en áformað er að ráðast í töluverðar breytingar á Smáralind, sem er ein helsta eign félagsins. Fjölga á minni leigurýmum og minnka verslunarrými Hagkaups á móti. Þá á að bæta nýtingu hússins og bæta verslunarrými við þar sem nú er sameign. Þetta segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, í samtali við mbl.is, en auk þess samdi félagið nýlega um að kaupa tæplega 8.000 fermetra verslunar- og þjónusturými á tveimur byggingarreitum við Tollhúsið í Reykjavík.

Þarf stöðugt á hressingu að halda

Hugmyndin um breytingar í Smáralind var upphaflega kynnt á síðasta ári og hefur töluverð skipulagsvinna átt sér stað síðan. Helgi segir að þá hafi Reginn fengið aðstoð frá sænskum verslunarráðgjöfum varðandi útfærslu á hönnun, stærð verslana og heildarútliti verslunarrýmis í Smáralindinni.

Helgi segir að verslunarrými þurfi stöðugt á hressingu að halda og það sé nú hugmyndin með Smáralindina. Minnka á rými Hagkaups og bæta við ellefu rýmum frá 70 upp í 400 fermetra og einu rými sem verður 1.000 fermetrar. Þetta mun minnka rými Hagkaupa úr um 10 þúsund fermetrum niður í 7 þúsund fermetra.

Framkvæmdir hefjast á næsta ári

Þetta er ekki það eina sem á að gera í Smáralindinni en Helgi segir að í raun sé öll verslunarmiðstöðin undir. Þannig eigi að bæta nýtingu og bjóða upp á fleiri minni rými. Koma Joe and the juice á miðjusvæðið og færslan á þjónustuborðinu voru meðal þeirra atriða sem unnið var eftir í sambandi við  þetta. Þá sé einnig töluvert að breytast með tengingunni við norðurturninn og því ljóst að unnið verður á báðum endum verslunarmiðstöðvarinnar á næstu misserum. Frekari undirbúningsvinna mun fara fram núna í sumar og haust, en Helgi segist reikna með því að framkvæmdir muni hefjast á næsta ári.

8 þúsund fermetrar við Austurhöfn

Smáralindin er þó ekki eina verkefni Regins um þessar mundir. Nýlega var tilkynnt um að félagið væri að semja um kaup á tæplega 8 þúsund fermetra verslunar- og þjónusturými sem fasteignaþróunarfélagið Landstólpar ætlar að byggja við Austurhöfn. Um er að ræða reiti 1 og 2 á svæðinu, en það er aðallega á fyrstu og annari hæð húsanna. Ef að samkomulagi verður er það um 3,5% aukning á eignasafi Regins, en fyrir á félagið um 220 þúsund fermetra af fasteignum, þar af 90 þúsund í verslunarhúsnæði.

Í morgun var sagt frá því að Krist­inn Jó­hann­es­son frá­far­andi sviðsstjóri fasteignaumsýslu Regins muni taka að sér sérverkefni fyrir Reginn, en þar munu þessi tvö verkefni vega þyngst að sögn Helga. 

Bæta á við 12 verslunarrýmum á fyrstu hæð í Smáralind, …
Bæta á við 12 verslunarrýmum á fyrstu hæð í Smáralind, sem eru merkt fölbleik á myndinni.
Reitirnir tveir þar sem Reginn er í viðræðum um kaup …
Reitirnir tveir þar sem Reginn er í viðræðum um kaup á um 8 þúsund fermetrum af verslunarhúsnæði við Austurhöfn.
Verslunarmiðstöðin Smáralind er ein stærsta eign Regins.
Verslunarmiðstöðin Smáralind er ein stærsta eign Regins. mbl.is/Ernir
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK